AEG LTH57820 Používateľská príručka

  • Ahoj! Prečítal som si používateľskú príručku pre sušičku bielizne AEG Lavatherm 57820. Som pripravený odpovedať na vaše otázky týkajúce sa jej funkcií, programov, údržby a riešenia problémov. Prírưčka obsahuje informácie o rôznych nastaveniach sušenia, čistení filtrov a odstraňovaní chýb. Neváhajte sa opýtať na čokoľvek.
  • Ako často treba čistiť filtre sušičky?
    Čo robiť, ak sa sušička nezastaví?
    Aké druhy bielizne sa dajú sušiť v tejto sušičke?
LAVATHERM 57820
Barkalaus þurrkari
Notendaleiðbeiningar
2
Kæru viðskiptavinir,
vinsamlega lesið notendaleiðbeiningarnar vel, og geymið þær til að
geta flett upp í þeim síðar.
Ef uppþvottavélin skiptir um eigendur , látið þá leiðbeiningarnar fylgja.
Eftirtalin tákn eru notuð í textanum:
1 Öryggi
Aðvörun! Leiðbeiningar, sem stuðla að bættu öryggi notenda.
Athugið! Leiðbeiningar, sem koma í veg fyrir að vélin skemmist.
3 Leiðbeiningar og hagnýt ráð
2 Umhverfisupplýsingar
3
Efnisyfirlit
Notkunarleiðbeiningar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5
Öryggi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5
Förgun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7
Umhverfisráð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7
Lýsing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8
Stjórnborð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8
Fyrir fyrstu þurrkun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9
Flokkun og undirbúningur þvottar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9
Kerfistafla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10
Þurrkun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12
Kveikt á tæki/Kveikt á ljósi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12
Hleðsludyr opnaðar/Þvottur settur inn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12
Þurrkkerfi valið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12
Val á viðbótarstillingum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13
ÞURRKSTIG . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13
MJÖG VIÐKVÆMT. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13
HLJÓÐMERKI. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13
VIÐKVÆMT . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13
Stilling tímavals . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14
Kerfi sett af stað . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14
Skipt um kerfi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14
Þvotti bætt við eða hann tekinn út áður en kerfi lýkur . . . . . . . . . . . . . . . . 15
Þurrkkerfi lýkur/Þvottur tekinn út. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15
Hreinsun og viðhald. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16
Hreinsun á lósigti. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16
Hreinsun á þéttilista . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17
Tæming á vatnsgeymi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18
Hreinsun á varmaskipti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19
Hreinsun tromlu. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20
Hreinsun stjórnborðs og ytra byrðis. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20
Hvað skal gera, þegar.... . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20
Lagfæring minniháttar truflana. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20
Skipt um peru innan í þurrkaranum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22
4
Stillingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23
Tæknilegar upplýsingar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24
Notkunargildi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24
Leiðbeiningar um uppsetningu og tengingu. . . . . . . . . . . . . 25
Öryggisleiðbeiningar vegna uppsetningar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25
Flutningsfestingar fjarlægðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25
Tenging við rafmagn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26
Að breyta hurðaropnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26
Aukabúnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28
Ábyrgðarskilmálar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29
Þjónustumiðstöðvar viðskiptavina. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30
Þjónusta. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 31
5
Notkunarleiðbeiningar
1 Öryggi
Áður en tækið er tekið í notkun
Lesið kaflann “Leiðbeiningar um uppsetningu og tengingu”
Áður en tækið er tekið í notkun skal athuga hvort það hafi skemmst í
flutningi. Tæki sem hefur orðið fyrir skemmdum má alls ekki tengja.
Ef skemmdir hafa orðið, ber að hafa samband við seljandann.
Rétt notkun
Þurrkarinn er aðeins ætlaður til notkunar á heimilum og til að þurrka
venjulegan fatnað.
Ekki er leyfilegt að breyta þurrkaranum eða endurbyggja hann.
Ekki mega vera nein eldfim leysiefni (bensín, alkóhól, blettahreinsiefni
o.s.frv.) í þvottinum. Hætta á bruna eða sprengingu! Ef þvottur hefur
komist í samband við slík efni þarf að þvo hann vandlega í höndunum
áður en hann er þurrkaður.
Þegar notuð eru þurrhreinsisett: Notið aðeins vörur, sem framleiðandi
hefur merkt að megi nota í þurrkara.
Ekki setja nein þvottaplögg í þurrkarann, sem innihalda frauðgúmmí
eða gúmmikennd efni. Hætta á bruna!
Setjið ekki mikið slitinn þvott í þurrkarann. Hætta á bruna!
Setjið ekki stykki með lausri fyllingu í þurrkarann (t.d. púða). Hætta á
bruna!
Stykki með stífum hlutum (t.d. mottur) geta stíflað loftrásirnar.
Hætta á bruna! Ekki setja slíka hluti í þurrkarann.
Ekki yfirfylla þurrkarann. Hætta á bruna! Hleðsla má ekki fara yfir
6kg.
Verið viss um að engir hlutir sem geta sprungið (t.d. eldfæri,
úðabrúsar o.s.frv.) hafi komist með þvottinum í þurrkarann. Hætta á
bruna eða sprengingu!
Hreinsið örsíu og fínsigti eftir hverja þurrkun.
Ekki nota tækið ef lósigtin vantar eða þau eru skemmd. Hætta á
bruna!
Hreinsið varmaskiptinn reglulega.
Þegar turnuppsetning er notuð: Ekki leggja neina hluti ofan á
þurrkarann. Þeir gætu dottið af á meðan á þurrkun stendur.
Hlíf glóðarlampans sem lýsir upp tromluna verður að vera skrúfuð
föst.
6
Öryggi barna
Geymið umbúðir þar sem börn ná ekki til. Hætta á köfnun!
Börn átta sig oft ekki á þeim hættum sem fylgja meðhöndlun
rafmagnstækja. Leyfið börnum ekki að vera ein nálægt þurrkaranum.
Verið ávallt viss um að börn eða lítil dýr klifri ekki inn í tromlu
þurrkarans. Lífshætta! Látið hurð þurrkarans vera lokaða, þegar hann
er ekki í notkun.
Almennt öryggi
Aðeins faglærðir viðgerðarmenn mega gera við þurrkarann.
Takið þurrkarann aldrei í notkun ef rafmagnssnúran er skemmd eða ef
skjár eða ytra byrði þurrkarans eru svo skemmd að opið sé inn í tækið.
Slökkvið á þurrkaranum áður en hann er hreinsaður eða viðhaldi
sinnt. Takið einnig rafmagnsklóna úr sambandi eða – ef vélin er
fasttengd – slökkvið á LS-rofa í rafmagnstöflu eða skrúfið skrúföryggi
alveg úr.
Ef ekki á að nota þurkarann um langan tíma bera að taka hann úr
sambandi við rafmagn.
Takið rafmagnstengil aldrei úr sambandi með því að toga í snúruna,
heldur takið um tengilinn sjálfan.
Notið ekki fjölliða klær, millistykki eða framlengingarsnúrur. Eldur
gæti kviknað vegna ofhitnunar!
Ekki hreinsa þurrkarann með því að sprauta á hann vatni. Hætta á
raflosti!
Ekki má styða sig við opnar hleðsludyr. Tækið gæti oltið um koll.
Eftir að þurrkkerfi hefur verið stöðvað geta þvottur og tromla verið
heit. Hætta á bruna! Gætið varúðar þegar þvotturer fjarlægður.
7
Förgun
2
Umbúðir
Allar umbúðirnar eru umhverfisvænar og endurvinnanlegar. Plasthlutar
eru merktir með alþjóðlega stöðluðum skammstöfunum, t. d. >PE<,
>PS< o.s.frv. Fargið umbúðum utan af vélinni á endurvinnslustöð.
2 Eldri vélar
Fargið úreltum vélum á þann hátt sem endurvinnslustöðvar
sveitarfélagsins bjóða upp á.
1 Aðvörun! Þegar taka á tækið úr notkun ber að taka rafmagnsklóna úr
innstungu. Klippið rafmagnssnúruna í sundur og fjarlægið ásamt
klónni.
Eyðileggið lásinn á hurðinni. Þá geta börn ekki lokað sig inni í tækinu,
en það er lífshættulegt.
2 Umhverfisráð
Í þurrkaranum verður þvotturinn léttur í sér og mjúkur. Þess vegna er
ekki þörf á að nota mýkingarefni, þegar þvegið er.
Þurrkarinn sparar orku og vinnur best þegar:
loftrásirnar á sökkli þurrkarans eru auðar;
hann er hlaðinn í samræmi við gildin í kerfistöflunni;
það loftar vel um rýmið;
örsía og fínsigti eru hreinsuð eftir sérhverja þurrkun;
þvotturinn er undinn vel áður en hann er þurrkaður. Dæmi:
Notkunargildi – fara eftir snúningshraða þeytivindu – fyrir 6kg af
þvotti, þurrkuðum á þurrkkerfi BÓMULL MEÐALÞURRT.
Vinding Þurrkun
Snúningar á
mínútu
Þurrkstig Orka
í kWh
Kostnaður
í krónum
1)
1) Gjaldskrá: 8,25 krónur/kWh. Miðað við gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur þann
6.október 2004
í lítrum í %
800 4,2 70 4,2 34,65
1200 3,2 53 3,2 26,4
1400 3,0 50 3,0 24,75
1800 2,5 42 2,5 20,63
8
Lýsing
Stjórnborð
Skúffa með
þéttivatnsgeymi
Skrúffætur
(stillanleg hæð)
Hleðsludyr
(flytjanlegar
hjarir)
Stjórnborð
Grófsigti
(lósigti)
Loftrásir
Ljós innan í vél
Tegundarspjald
Sökkuldyr framan
við varmaskipti
Ö
rsía
(
lósigti)
Fínsigti
(lósigti)
Þurrkunargaumljós
Framvindugaumljós
Kerfisvalhnappur
Viðhaldsgaumljós
VARMASKIPTIR (hreinsa!)
LOSA VATN (tæma geymi!)
SIGTI (hreinsa lósigti!)
Hnappa- og gaumljósasvæði
Skjár
Hnappur
TÍMA-
VAL
Hnappur ÞURRKSTIG
9
Fyrir fyrstu þurrkun
Til að losna við efni sem hugsanlega kunna að sitja í vélinni eftir
frágang hennar frá verksmiðju skal þurrka af tromlunni með rökum klút
eða setja af stað stutta þurrkun (30 MÍN) með rökum klútum.
Flokkun og undirbúningur þvottar
Flokkun þvottar
Flokkið þvottinn eftir efni hans:
Bómull/hör fyrir þurrkkerfin BÓMULL.
Blönduð efni og gerviefni fyrir þurrkkerfin STRAUFRÍTT.
Flokkið eftir þvottamerkjum. Þýðing þvottamerkjanna:
Ekki þurrka ný efni í sterkum litum ásamt ljósum þvottaplöggum.
Liturinn gæti smitast.
Ekki þurrka prjóna- og vefnaðarvöru með þurrkkerfinu MJÖG ÞURRT.
Hætta á að þvottur hlaupi!
Ekki þurrka ull í þurrkaranum. Hætta á flækju! Eftir að ullarflíkur hafa
legið til þerris má meðhöndla þær með kerfinu ULL.
Undirbúningur þvottar
Til að þvottur hnyklist ekki saman: Rennið upp rennilásum, hneppið
upp fóðri, bindið saman laus bönd (t.d. svuntubönd).
Tæmið vasa. Fjarlægið málmhluti (bréfaklemmur, öryggisnælur, ...).
Snúið fóðri út þar sem það á við (t.d. á úlpum með bómullarfóðri).
Þannig þorna þessar flíkur betur.
n m l k
Yfirleitt hægt að þurrka
í þurrkara
Þurrkun við
venjulegan
hita
Þurrkun við
lækkaðan hita (ýtið á
hnappinn MJÖG
VIÐKÆMT!)
Ekki leyfilegt að
þurrka í þurrkara
10
Kerfistafla
Þurrkkerfi
mesta hleðsla
(þurr þyngd)
Viðbótarstillingar
Notkun/Eiginleikar
Þvotta-
merki
MJÖG VIÐKVÆMT
1)
1) MJÖG VIÐKVÆMT og VIÐKVÆMT er ekki hægt að velja samtímis.
HLJÓÐMERKI
VIÐKVÆMT
1)
ÞURRKSTIG
BÓMULL
MJÖG ÞURRT 6kg
Full þurrkun á þykkum eða
margra laga plöggum, t.d.
frottéhandklæðum eða
baðsloppum.
m n
VEL ÞURRT 6kg
Full þurrkun á þykkum
plöggum, t.d. frottéfatnaði
eða frottéhandklæðum.
m n
MEÐALÞURRT 6kg
Full þurrkun á jafnþykkum
plöggum, t.d. frottéfatnaði,
prjónafatnaði eða
frottéhandklæðum.
m n
RAKT 6kg
Fyrir þunn plögg sem eftir á að
strauja, t.d. prjónafatnað eða
bómullarskyrtur.
m n
FYRIR
STAUJÁRN
6kg
Fyrir venjulegan þvott úr
bómull eða hör, t.d. rúmfatnað
eða borðdúka.
m n
FYRIR
STRAUVÉL
6kg
Fyrir plögg úr bómull eða hör,
sem eftir á að strauja í
strauvél, t.d. rúmföt eða
borðdúka.
m n
STRAUFRÍTT
MJÖG ÞURRT 3kg
Full þurrkun á þykkum eða
margra laga plöggum, t.d.
peysum, rúmfatnaði eða
borðdúkum.
m l
2)
n
2) Ýtið á hnappinn MJÖG VIÐKVÆMT!
MEÐAL ÞURRT 3kg
Fyrir þunn plögg sem ekki á að
strauja, t.d. straufríar skyrtur,
borðdúka, barnaföt, sokka eða
undirfatnað.
m l
2)
n
RAKT 3kg
Fyrir þunn plögg sem eftir á að
strauja, t.d. prjónafatnað eða
bómullarskyrtur.
m l
2)
n
11
Þurrkkerfi
mesta hleðsla
(þurr þyngd)
Viðbótarstillingar
Notkun/Eiginleikar
Þvotta-
merki
MJÖG VIÐKVÆMT
1)
1) MJÖG VIÐKVÆMT og VIÐKVÆMT er ekki hægt að velja samtímis.
HLJÓÐMERKI
VIÐKVÆMT
1)
ÞURRKSTIG
30 MÍN 1kg - -
Til að þurrka einstök stykki betur eða
fyrir litla hleðslu undir 1kg.
m l
2)
n
2) Ýtið á hnappinn MJÖG VIÐKVÆMT!
SPORTKLÆÐI 6kg
Sérstakt kerfi ætlað fyrir
hversdagsfatnað á borð við gallabuxur,
háskólaboli o.s.frv., þar sem efnin eru
misþykk (t.d. við buxnauppbrot eða
sauma).
m n
STRAULÉTT 1kg - -
Sérstakt kerfi með krumpuvörn fyrir
straulétta vefnaðarvöru á borð við
skyrtur og blússur; fyrir lágmarksnotkun
straujárns. Útkoman fer eftir tegund og
gæðum efnanna. (Hleðslan svarar til
u.þ.b. 5 eða 7 skyrtna.)
Ráðlegging: Setjið vefnaðarvöru sem á
að þurrka beint í þurrkarann að lokinni
vindingu. Takið plöggin úr þurrkaranum
strax og þurrkun lýkur og hengið þau á
herðatré.
m l
2)
n
ULL 1kg - -
Sérstakt kerfi sem blæs heitu lofti stutta
stund á ullarefni sem hafa fengið að
liggja til þerris, eða sem þarf að lofta
um eftir notkun eða eftir langa
geymslu. Það réttist úr ullarþráðum og
ullin verður mjúk viðkomu.
Ráðlegging: Takið tauið strax úr
þurrkaranum eftir að þurrkun lýkur.
VIÐRAÐ 1kg - -
Sérstakt kerfi, u.þ.b. 35 mínútur, til að
viðra vefnaðarvöru eða hreinsa með
venjulegum þurrhreinsiefnum, sem fást
í verslunum.
(Notið aðeins efni, sem framleiðandi
merkir sem hæf til notkunar í þurrkara,
og fylgið leiðbeiningum framleiðanda
um notkun.)
12
Þurrkun
Kveikt á tæki/Kveikt á ljósi
Veljið eitthvert þurrkkerfi með kerfisvalhnappinum eða veljið
stillinguna LJÓS. Nú er kveikt á tækinu. Ef hurðin er opin logar ljós í
tromlunni.
Hleðsludyr opnaðar/Þvottur settur inn
1.Opnið hleðsludyr:
Ýtið annað hvort fast á dyrnar (álagspunktur )
eða ef kveikt er á tækinu: ýtið á hnappinn HURÐ.
2.Leggið þvottinn inn (hann á að vera laus í sér).
1 Athugið! Ekki klemma þvott á milli hurðarinnar og gúmmíþéttilistans.
3.Lokið dyrunum vel. Smellur verður að heyrast í lásnum.
Þurrkkerfi valið
Notið kerfisvalhnappinn til að stilla
á það kerfi sem óskað er.
Á skjánum birtist hve langur tími
(í mínútum) er áætlað að sé eftir
uns þurrkun lýkur.
13
Val á viðbótarstillingum
ÞURRKSTIG
Til að fínstilla þurrkstig þvottarins.
Frá + til +++ verður þvotturinn
þurrari.
1.Ýtið á hnappinn ÞURRKSTIG og
endurtakið, þar til ljósið lýsir við
það þurrkstig, sem óskað er.
Ef þess er óskað má einnig nota
hnappana MJÖG VIÐKVÆMT,
HLJÓÐMERKI eða VIÐKVÆMT.
MJÖG VIÐKVÆMT
Fyrir sérlega milda þurrkun á viðkvæmri vefnaðarvöru með
þvottamerkið l og fyrir efni sem þola illa hita (t.d. akrýl eða viskós).
Þvottakerfið notar minni hita en önnur kerfi.
MJÖG VIÐKVÆMT hentar ekki fyrir meira en 3kg af þvotti!
HLJÓÐMERKI
Eftir að þurrkun lýkur heyrist hljóðmerki með hléum á milli.
VIÐKVÆMT
Fyrir milda þurrkun á plöggum sem mikið eru notuð. Kerfið notar fullan
hita í byrjun, en dregur úr hita þegar á þurrkunina líður til að vernda
þvottinn.
3 Ekki er hægt að velja MJÖG VIÐKVÆMT og VIÐKVÆMT samtímis.
14
Stilling tímavals
3 Með hnappinum TÍMAVAL er hægt að fresta gangsetningu þurkkerfis
um allt frá 30 mínútum (30') til 23 klukkustunda (23h).
1.Veljið þurrkkerfi.
2.Ýtið endurtekið á hnappinn TÍMAVAL uns skjárinn birtir þann tíma sem
óskað er að líði þar til kerfið fer af stað, t.d. 12h, ef kerfið á að byrja
eftir 12 klukkustundir. Gaumljósið TÍMAVAL lýsir.
3 Ef skjárinn sýnir 23h og ýtt er einu sinni enn á hnappinn er hætt við
tímaval. Þá birtist 0' og vinnslutími kerfisins sem valið er.
3.Til að ræsa tímavalið skal ýta á hnappinn START/STOPP. Á skjánum er
hægt að fylgjast með tímanum sem eftir er þar til kerfið fer af stað (t.d.
12h, 11h, 10h, ... 30
' o.s.frv.).
Kerfi sett af stað
Ýtið á hnappinn START/STOPP. Kerfið fer af stað.
Framvindugaumljósin og gaumljós fyrir þurrkstig sýna framgang
þurrkunarinnar.
Skipt um kerfi
Til að skipta um ranglega valið þurrkkerfi eftir að kerfið er farið af stað,
skal fyrst snúa kerfisvalhnappinum á SLÖKKT og síðan velja nýtt kerfi.
3 Ekki er lengurgt breyta þurrkkerfinu eftir að það er farið af stað.
Ef samt sem áður er reynt að skipta um kerfi, blikka
framvindugaumljósin og viðhaldsgaumljósin. Ef ýtt er á hnapp fyrir
viðbótarstillingar (annan en hnappinn HLJÓÐMERKI), birtast boðin Err
á skjánum. Þetta hefur þó engin áhrif á þurrkkerfið (tauvörn).
15
Þvotti bætt við eða hann tekinn út áður en kerfi lýkur
1.Opnið hleðsludyrnar.
1 Aðvörun! Þvotturinn og tromlan geta verið heit. Hætta á bruna!
2.Bætið við þvotti eða takið út.
3.Lokið hleðsludyrum vel. Smellur verður að heyrast í lásnum.
4.Ýtið á hnappinn START/STOPP til að halda áfram.
Þurrkkerfi lýkur/Þvottur tekinn út
Þegar þurrkun er lokið loga gaumljósið ENDIR og KRUMPUVÖRN. Ef
hnappurinn HLJÓÐMERKI var inni, heyrist hljóðmerki með hléum.
3 Þegar þurrkun lýkur tekur sjálfkrafa við um 30 mínútna
krumpuvarnarferli. Þá snýst tromlan af og til. Þannig helst þvotturinn
laus í sér og krumpast ekki. Á meðan krumpuvörnin er í gangi má taka
þvottinn út hvenær sem er. (Þvottinn ætti að taka út ekki síðar en í lok
krumpuvarnarferlisins, til að koma í veg fyrir að hann krumpist eftir
þurrkun.)
1.Opnið hleðsludyrnar.
2.Áður en þvotturinn er tekinn út skal fjarlægja ló úr örsíu, helst með
rakri hendi (sjá kaflann “Hreinsun og viðhald”).
3.Takið þvottinn út.
4.Snúið kerfisvalhnappinum á SLÖKKT.
Áríðandi! Eftir hverja þurrkun skal
hreinsa örsíu og lósigti,
tæma vatnsgeymi
(sjá kaflann “Hreinsun og viðhald”).
5.Lokið hleðsludyrum.
16
Hreinsun og viðhald
Hreinsun á lósigti
Til að tryggja að þurrkarinn vinni óaðfinnanlega, þarf að hreinsa
lósigtin (örsíu og fínsigti) eftir hverja þurrkun.
1 Athugið! Notið þurrkarann aldrei án lósigtis eða ef lósigti er skemmt
eða stíflað.
1.Opnið hleðsludyr
2.Hreinsið örsíuna, sem situr í neðri
hluta hleðsluhurðarinnar, með rakri
hendi.
3.Ýtið læsingarhnappinum við
grófsíuna niður.
Grófsían opnast.
4.Takið fínsigtið út.
5.Fjarlægið ló úr fínsigtinu, best er að
gera það með rakri hendi.
17
Hreinsið allt sigtissvæðið
3 Ekki er þörf á að hreinsa allt sigtissvæðið eftir hverja þurrkun, en það
þarf að skoða reglulega og hreinsa burt ló ef þarf með.
6.Takið þá um ofanverða grófsíuna
og togið fram, þar til hún losnar úr
báðum festingunum.
7.Fjarlægið ló af öllu sigtissvæðinu –
helst með ryksugu.
8.Ýtið báðum töppunum á
grófsigtinu inn í festingarnar við
dyrnar, uns þeir smella á sinn stað.
9.Setjið fínsigtið aftur í.
10. Ýtið á grófsigtið uns það smellur
inn í læsinguna.
3 Án fínsigtisins festist grófsigtið ekki
á sinn stað og ekki er hægt að loka
hleðsludyrunum.
Hreinsun á þéttilista
1.Þurrkið af hurðaþéttilistanum með rökum klút strax og þurrkun lýkur.
18
Tæming á vatnsgeymi
Tæmið vatnsgeyminn eftir sérhverja þurrkun.
Þegar vatnsgeymirinn fyllist stöðvast þurrkun sjálfkrafa og það kviknar
á gaumljósinu LOSA VATN. Til að geta haldið áfram með þurrkkerfið
þarf fyrst að tæma vatnsgeyminn.
1 Aðvörun! Þéttivatnið er ekki hæft til drykkjar eða notkunar v
matreiðslu.
1.Takið skúffuna með
vatnsgeyminum
alveg út (1) og togið stút geymisins
upp eins langt og hann kemst (2).
2.Hellið þéttivatninu í vask eða
annað niðurfall.
3.Ýtið stútinum inn og setjið
vatnsgeyminn aftur á sinn stað.
Ef þurrkkerfi stöðvaðist vegna þess
að vatnsgeymirinn var fullur:
Ýtið á hnappinn START/STOPP, til að
halda áfram með þurrkunina.
3 Vatnsgeymirinn tekur um 4 lítra, en
það dugar fyrir u.þ.b. 6kg af þvotti, sem áður hefur verið undinn á
hraðanum 800 snúningar á mínútu.
3 Þéttivatnið má nota eins og eimað vatn, t.d. í gufustraujárn.
Þéttivatnið skal þó sía fyrir notkun (t.d. með kaffisíu), til að fjarlægja
óhreinindi eða ló í vatninu.
19
Hreinsun á varmaskipti
Ef gaumljósið VARMASKIPTIR logar, þarf að hreinsa varmaskiptinn.
1 Athugið! Notkun tækisins þegar varmaskiptir er óhreinn getur leitt til
skemmda. Að auki eykst orkunotkunin.
1.Opnið hleðsludyrnar.
2.Opnið sökkulspjaldið: Ýtið á
læsingarhnapp í neðanverðu
hleðsluopinu og opnið
sökkulspjaldið til vinstri.
3.Hreinsið ló innan úr hurð og
framan úr varmaskiptinum. Strjúkið
af þéttlista hurðarinnar með rökum
klúti.
4.Snúið báðum öryggisskífunum inn
á við.
5.Grípið um handföng
varmaskiptisins og togið hann út.
Haldið honum láréttum, þannig að
vatn renni ekki úr honum.
6.Tæmið varmaskiptinn með því að
hella úr honum yfir vaski.
1 Athugið! Ekki nota nein beitt áhöld
við þrifin. Varmaskiptirinn gæti
farið að leka.
7.Hreinsið varmaskiptinn.
Best er að nota bursta eða skola með sterkri bunu úr handsturtu.
8.Setjið varmaskiptinn aftur í og læsið (snúið báðum öryggisskífunum út
á við, uns þær smella í).
9.Lokið sökkulspjaldinu.
3 Þurrkarinn fer ekki af stað nema sökkulspjaldið sé lokað.
1 Athugið! Notið aldrei þurrkarann án þess að varmaskiptirinn sé í.
20
Hreinsun tromlu
1 Athugið! Ekki hreinsa tromlu með ræstiefnum eða með stálull.
3 Kalk í vatni eða mýkingarefni geta myndað næstum ósýnilega skán
innan í tromlunni. Þá er ekki lengur víst að tækið skynji þurrkstig
þvottarins rétt. Þvotturinn kemur blautari úr þurrkaranum en reiknað
var með.
Þurrkið innan úr tromlunni með rökum klút og venjulegu hreinsiefni
(t.d. edikblöndu).
Hreinsun stjórnborðs og ytra byrðis
1 Athugið! Notið ekki efni til að meðhöndla húsgögn eða sterk
hreinsiefni til að hreinsa vélina.
Strjúkið af stjórnborði og ytra byrði vélarinnar með rökum klút.
Hvað skal gera, þegar...
Lagfæring minniháttar truflana
Ef villuboð (E og tala eða bókstafur) birtast á skjánum þegar tækið er í
notkun: Slökkvið á tækinu og kveikið á því á ný. Stillið þurrkkerfið aftur.
Ýtið á hnappinn START/STOPP.
Ef sama vandamál kemur aftur upp, hafið þá sambandi við
viðgerðarþjónustu.
Vandamál Hugsanleg ástæða Úrlausn
Tækið virkar ekki.
Rafmagnssnúra er ekki í
sambandi eða öryggi er ekki
í lagi.
Stingið snúru í sambandi.
Prófið hvort sé í lagi með
öryggi (í rafmagnstöflu).
Hurðin er opin. Lokið dyrunum.
Sökkulspjald er opið. Lokið sökkulspjaldi.
Var ýtt á hnappinn START/
STOPP?
Ýtið aftur á hnappinn
START/STOPP.
/