IS
3
DAGLEG NOTKUN
Sjá nánar um aðgerðir í leiðbeiningunum Notkun og meðferð /
sjá síðustu bls. um hvernig eigi að ná í leiðbeiningarnar Notkun
og meðferð
1. SETJA ÞVOTT Í VÉLINA
• Undirbúðu þvottinn samkvæmt ráðleggingum í
kaanum “RÁÐ OG RÁÐLEGGINGAR”.
Gakktu úr skugga um að vasar séu tómir,
rennilásar séu lokaðir og borðar/bönd séu
bundin saman.
• Opnaðu lúguna og láttu inn þvottinn. Fylgdu
fyrirmælum um hámarksþyngd í prógrammvalinu.
2. LOKAÐU LÚGUNNI
• Gættu þess að ekki klemmist þvottur á
milli lúgu og gúmmíþéttingar.
• Lokaðu lúguopinu þannig að smellur
heyrist.
3. OPNAÐU FYRIR VATNIÐ
4. KVEIKTU Á ÞVOTTAVÉLINNI
• Ýttu á “Kveikt/Slökkt” þar til
prógrammhnappurinn lýsir. Hreymynd birtist í
stjórnborðinu og það þvottavélin spilar hljóð. Þá
er þvottavélin tilbúin að vinna.
5. VALIÐ PRÓGRAMM
LEIÐSÖGN hnappaljósið leiðbeinir við stillingu á
prógrammi í þessari röð: Val á prógrammi / hitastigi /
vinduhraða / valkostum. Þegar valið hefur verið staðfest með
því að ýta á hnappinn færist hnappaljósið á næsta þrep.
• Veldu prógramm:
Gakktu úr skugga um að prógrammhnappurinn logi.
Snúðu hnappnum og veldu prógramm.
Gaumljósið við hliðina á völdu prógrammi kviknar.
Staðfestu valið með því að ýta á hnappinn.
• Breyttu hitastigi eftir þörfum
Ef þú vilt breyta hitastiginu sem birtist á skjánum
skaltu ganga úr skugga um að hitastigsljósið kvikni.
Snúðu hnappnum til að velja hitastig og ýttu á
hann til að staðfesta.
• Breyttu vinduhraða eftir þörfum
Ef þú vilt breyta vinduhraða sem sést á skjánum
skaltu ganga úr skugga um að kvikni á
vinduhnappnum.
Snúðu hnappnum til að velja vinduhraða eða
skolunarbið, ýttu síðan á hann til staðfestingar.
Sjá nánar kaana VALMÖGULEIKAR, AÐGERÐIR OG
VÍSAR.
• Veldu valmöguleika eftir þörfum
Ef óskað er eftir frekari valmöguleikum skal ganga
úr skugga um að kvikni í valmöguleikahnappnum.
Valmöguleikarnir fyrir viðkomandi prógramm eru sýndir
með ljósaörvum
.
Snúðu hnappnum og veldu möguleika. Táknið fyrir
valmöguleikann kviknar. Ýttu á hnappinn til að staðfesta.
Suma möguleika / aðgerðir má velja með því að ýta
beint á hnappinn:
Sjá nánar kaana VALMÖGULEIKAR, AÐGERÐIR OG VÍSAR.
SÉRSNIÐ
Þegar kveikt hefur verið á þvottavélinni þarf ekki að
fylgja LEIÐSÖGN.
Það er undir þér komið í hvaða röð þú stillir prógrammið.
Við stillingu skal fyrst ýta á viðkomandi hnapp, snúa
honum til að velja og ýta síðan til að staðfesta.
Það fer eftir prógramminu hvaða hitastig, vinduhraðar
eða valmöguleikar eru í boði. Því er ráðlegt að byrja með
að velja prógramm.
6. BÆTA VIÐ ÞVOTTAEFNI
• Ef ekki er notuð skömmtunaraðgerðin, skal toga
út þvottaefnisskammtarann og láta þvottaefni í
hann (og viðbótarefni/mýkingarefni) núna
Fylgdu skömmtunarleiðbeiningum á
þvottaefnispakkanum.
Ef valinn var FORÞVOTTUR eða SEINKA BYRJUN, skal
fara eftir leiðbeiningum í VALMÖGULEIKAR, AÐGERÐIR
OG VÍSAR. Síðan skal loka þvottaefnisskammtaranum
varlega.
• Ef notuð er aðgerðin “skömmtunaraðstoð” skal láta
þvottaefni í síðar, eftir að prógrammið er byrjað. Sjá
nánar kaana VALMÖGULEIKAR, AÐGERÐIR OG VÍSAR.
• Þegar búið er að setja í þvottaefni / viðbótarefni skal
ekki opna þvottaefnisskammtarann til forðast að vatn
æði.
7. BYRJA Á PRÓGRAMMI
• Ýttu á og haltu Start/Pause” þar til hnappurinn
lýsir stöðugt; Prógrammið byrjar.
• Eftir að valin hefur verið “Skömmtun”, sýnir
þvottavélin ráðlagt magn af þvottaefni fyrir
viðkomandi þvottaþyngd eftir að prógrammið er
byrjað.
Fylgdu leiðbeiningunum í kaanum VALMÖGULEIKAR,
AÐGERÐIR OG VÍSAR / Skömmtun.
8. BREYTTU STILLINGUM PRÓGRAMMS SEM ER Í
GANGI, EFTIR ÞÖRFUM
Það er enn hægt að breyta stillingum á meðan
prógramm er í gangi.
Breytingarnar taka gildi að því tilskildu að prógrammið
sé ekki búið.
• Ýttu á viðeigandi hnapp (t.d. “Vinduhraða”hnappinn til
að breyta vinduhraðanum). Valið gildi blikkar í fáeinar
sekúndur.
• Á meðan blikkar er hægt að stilla með því að snúa
hnappnum. Ef gildið hættir að blikka áður en búið er
að stilla, skal ýta aftur á hnappinn.
• Ýttu á hnappinn til að staðfesta nýja stillingu. Ef ekki er
staðfest tekur nýja stillingin sjálfkrafa gildi: Það hættir
að blikka.