3
IS
4. KVEIKT Á ÞVOTTAVÉLINNI
• Ýttu á On/O hnappinn þar til prógramvalhnappurinn
lýsir. Hreymynd birtist og hljóð heyrist. Þá er þvottavélin
tilbúin til gangsetningar.
5. VALIÐ PRÓGRAMM
LEIÐSÖGN hnappaljósið leiðbeinir við stillingu á prógrammi í
þessari röð: Val á prógrammi / hitastigi / vinduhraða / valkostum.
Þegar valið hefur verið staðfest með því að ýta á hnappinn færist
hnappaljósið á næsta þrep.
• Veldu prógramm:
Gakktu úr skugga um að prógrammhnappurinn logi. Snúðu
hnappnum og veldu prógramm.
Heiti prógramms og tímalengd birtast á skjánum.
Staðfestu valið með því að ýta á hnappinn. Innan fárra
sekúndna sést hámarksþyngd fyrir prógrammið sem var valið.
• Breyttu hitastigi eftir þörfum
Ef þú vilt breyta hitastigi sem sjá má ofan við
hitastigshnappinn skaltu ganga úr skugga um að kvikni á
hitastigshnappnum.
Snúðu hnappnum til að velja hitastig og ýttu á hann til að staðfesta.
• Breyttu vinduhraða eftir þörfum
Ef þú vilt breyta vinduhraða sem sjá má ofan við
vinduhnappinn skaltu ganga úr skugga um að kvikni á
honum.
Snúðu hnappnum til að velja vinduhraða eða skolunarbið, ýttu síðan
á hann til staðfestingar.
• Veldu valmöguleika eftir þörfum
Gakktu úr skugga um að valhnappurinn lýsi. Valmöguleikarnir
fyrir viðkomandi prógramm eru sýndir með ljósaörvum.
Snúðu hnappnum og veldu möguleika. Táknið fyrir valmöguleikann
blikkar. Ýttu á hnappinn til að staðfesta.
Suma möguleika / aðgerðir má velja með því að ýta beint á
hnappinn:
Sjá nánar kaana VALMÖGULEIKAR, AÐGERÐIR OG VÍSAR.
SÉRSNIÐ
Þegar kveikt hefur verið á þvottavélinni þarf ekki að fylgja
LEIÐSÖGN.
Það er undir þér komið í hvaða röð þú stillir prógrammið. Við
stillingu skal ýta á viðkomandi hnapp, snúa honum til að velja og ýta
síðan til að staðfesta.
Það fer eftir prógramminu hvaða hitastig, vinduhraðar eða
valmöguleikar eru í boði. Þess vegna er mælt með því að byrja
stillingu með því að velja prógrammið.
6. ÞVOTTAEFNI SETT Í
• Ef ekki er notuð skömmtunaraðgerðin, skal draga út
þvottaefnisskammtarann og bæta þvottaefni í hann (og
viðbótarefni/mýkingarefni) eins og sýnt er í kaanum
ÞVOTTAEFNISSKAMMTARI.
Fylgdu skömmtunarleiðbeiningum á þvottaefnispakkanum. Ef
valinn var FORÞVOTTUR eða LÝKUR EFTIR, skal fara eftir
leiðbeiningum í VALMÖGULEIKAR, AÐGERÐIR OG VÍSAR. Síðan skal
loka þvottaefnisskammtaranum.
• Ef notuð er „Skömmtunar“aðgerðin, skal bæta við þvottaefni
síðar eftir að prógrammið er byrjað. Sjá kaa VALMÖGULEIKAR,
AÐGERÐIR OG VÍSAR.
• Þegar búið er að setja Í þvottaefni / viðbótarefni skal ekki opna
þvottaefnisskammtarann til forðast að vatn æði.
7. BYRJA Á PRÓGRAMMI
• Ýttu á og haltu „Start/Pause“ þar til hnappurinn lýsir
stöðugt; prógrammið byrjar.
• Eftir að valin hefur verið „Dosing Aid“ (skömmtun), sýnir
þvottavélin ráðlagt magn af þvottaefni fyrir viðkomandi
þvottaþyngd eftir að prógrammið er byrjað. Fylgdu
leiðbeiningunum í kaanum VALMÖGULEIKAR, AÐGERÐIR OG
VÍSAR / Skömmtun.
8. BREYTING Á PRÓGRAMMI Í GANGI EFTIR ÞÖRFUM
Það er enn hægt að breyta stillingum á meðan prógramm er í gangi.
Breytingarnar taka gildi að því tilskildu að prógrammið sé ekki búið.
• Ýttu á viðeigandi hnapp (t.d. „vinduhnappinn“ til að breyta
vinduhraðanum). Tölugildið blikkar í fáeinar sekúndur.
• Á meðan blikkar er hægt að stilla með því að snúa hnappnum. Ef
tölugildið hættir að blikka skal ýta aftur á hnappinn.
• Ýttu á hnappinn til að staðfesta breytinguna. Ef ekki er staðfest
gerist breytingin sjálfkrafa - breytt stilling hættir að blikka
Prógrammið heldur sjálfkrafa áfram.
Til að breyta stillingum á meðan prógramm er í gangi er einnig
hægt að
• Ýta á „Start/Pause“ til setja prógramm, sem er í gangi, á bið
• Breyta stillingum
• Ýta á „Start/Pause“ aftur til að halda áfram með prógrammið.
9. SETJA Á BIÐ PRÓGRAMM SEM ER Í GANGI OG
OPNA LÚGUNA EFTIR ÞÖRFUM
• Ýttu og haltu „Start/Pause“ til að setja prógramm á bið.
• Ef vatnsyrborð er ekki of hátt eða þvotturinn ekki of heitur
kviknar gaumljós fyrir lúguna. Það er hægt að opna lúguna, til
dæmis til að bæta við eða arlægja þvott.
• Lokaðu lúguopinu aftur og ýttu á „Start/Pause“ til að
halda áfram með prógrammið.
10. ENDURSTILLING Á PRÓGRAMMI, SEM ER Í
GANGI, EFTIR ÞÖRFUM
• Ýttu og haltu inni „On/O“ hnappnum uns skjárinn sýnir
að hætt er við prógrammið.
Vélin dælir af sér, prógramminu lýkur og lúgan aæsist.
11. SLÖKKT Á ÞVOTTAVÉL EFTIR AÐ PRÓGRAMMI
LÝKUR
• Skjárinn sýnir að þvottalotunni er lokið og það kviknar á
ljósinu „Door open“ – þá má taka út þvottinn
• Ýttu á „On/O“ til að slökkva á þvottavélinni. Ef ekki er slökkt á
þvottavélinni slekkur hún sjálfkrafa á sér u.þ.b. kortéri eftir að
prógrammi lýkur.
• Skildu lúguna eftir hálfopna til að þvottavélin geti þornað að
innan.