EFNISYFIRLIT
Öryggisupplýsingar 2
Vörulýsing 3
Stjórnborð 4
Notkun heimilistækisins 5
Stillið vatnsmýkingarbúnað 5
Notkun uppþvottavélarsalts 6
Notkun skolunarlögs 7
Röðun hnífapara og diska 8
Notkun þvottaefnis 9
Velja og hefja þvottaferil 11
Þvottastillingar 11
Meðferð og þrif 12
Hvað skal gera ef... 13
Tæknilegar upplýsingar 15
Innsetning 15
Tenging við vatn 15
Tenging við rafmagn 17
Umhverfisábendingar 17
Með fyrirvara á breytingum
ÖRYGGISUPPLÝSINGAR
Til að tryggja öryggi þitt og rétta notkun
heimilistækisins skaltu þessa handbók
vel og vandlega áður en það er sett
upp og tekið í notkun. Geymdu ávallt
þessar leiðbeiningar með heimilistæk-
inu, einnig ef þú flytur eða selur það.
Notendur heimilistækisins þurfa að hafa
kynnt sér notkunarreglur og helstu
öryggisatriði þess ítarlega.
Rétt notkun
• Þetta heimilistæki er eingöngu ætlað til
heimilisnota.
• Notið vélina aðeins til að þvo það leirtau
heimilisins sem má þvo í uppþvottavél.
• Ekki setja leysiefni í heimilistækið. Hætta
á sprengingu.
• Setjið hnífa og alla oddhvassa hluti í hníf-
aparakörfuna þannig að oddurinn vísi nið-
ur. Ef ekki, leggið þá í lárétta stöðu í efri
körfuna.
• Notið aðeins efni sem eru sérstaklega
gerð fyrir uppþvottavélar (hreinsiefni, salt,
gljáefni).
• Forðist að opna dyrnar á meðan heimilis-
tækið er í gangi því heit gufa gæti sloppið
út. Hætta á húðbruna.
• Ekki fjarlægja leirtau úr uppþvottavélinni
fyrr en þvottakerfið hefur klárast.
• Þegar þvottakerfið hefur klárast, takið þá
rafmagnsklóna úr sambandi við rafmagn
og skrúfið fyrir vatnskranann.
• Aðeins viðgerðarmenn með tilskilin rétt-
indi geta gert við þetta heimilistæki. Notið
eingöngu upprunalega varahluti.
• Til að forðast meiðsli eða skemmdir á
heimilistækinu skaltu ekki annast sjálf(ur)
viðgerðir á því. Hafið alltaf samband við
þjónustuaðila á staðnum.
Almennt öryggi
• Einstaklingar (þar með talið börn) með
skerta líkamsskynjun eða andlega getu
eða skort á reynslu og þekkingu mega
ekki nota heimilistækið. Þeir verða að
hafa fengið kennslu eða tilsögn í notkun
heimilistækisins hjá einstaklingi sem er
ábyrgur fyrir öryggi þeirra.
• Fylgið öryggisleiðbeiningum frá framleið-
anda hreinsiefnisins til að koma í veg fyrir
brunasár á augum, munni og hálsi.
• Drekkið ekki vatnið sem kemur úr upp-
þvottavélinni. Leifar af hreinsiefni geta
setið eftir í heimilistækinu.
• Lokið alltaf hurðinni þegar heimilistækið
er ekki í notkun til að koma í veg fyrir
meiðsli eða einhver hnjóti um opna hurð-
ina.
• Ekki sitja eða standa á hurðinni þegar
hún er opin.
Öryggi barna
• Aðeins fullorðnir mega nota þetta heimil-
istæki. Börn verða að vera undir eftirliti til
að tryggja að þau leiki sér ekki að heimil-
istækinu.
• Haldið öllum umbúðum frá börnum.
Hætta er á köfnun.
• Geymið öll hreinsiefni á öruggum stað.
Ekki leyfa börnum að snerta hreinsiefnin.
• Haldið börnum í öruggri fjarlægð frá
heimilistækinu þegar hurðin er opin.
Innsetning
• Gætið þess að heimilistækið hafi ekki
skemmst í flutningum. Ekki tengja
skemmt heimilistæki við rafmagn. Hafið
samband við söluaðilann ef þess þarf.
• Fjarlægið allar umbúðir fyrir fyrstu notkun.
2 progress